Færsluflokkur: Bloggar
Áramót...
31.12.2007 | 16:06
Kæru ættingjar og vinir, nú líður að áramótum og vil ég óska ykkur
gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári
með þökk fyrir allar góðar stundir á árinu sem er að líða.
Áramótakveðja
Þrúður og Co.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gleðileg Jól ....
24.12.2007 | 08:32
Elsku ættingjar og vinir ég óska ykkur gleðilegra jóla.
Jólakveðja frá Þrúði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þorláksmessa ...
23.12.2007 | 09:48
Ég vaknaði snemma og dreif mig fram og fór að sjóða hangikjötið sem við ætlum að borða það í kvöld með uppstúf, laufabrauði og öllu tilheyrandi. Gunni fór að vinna í morgun en ungarnir eru steinsofandi. Ég er búin að öllu sem gera þarf fyrir jólin nema að þrífa baðið það verður þrifið í kvöld.
Undanfarin kvöld erum við búið að vera meira og minna að hjálpa sys og hennar fjölskyldu að gera húsið klárt svo þau geti flutt inn fyrir jól og það tókst þau sváfu fyrstu nóttina þar í nótt, á eftir ætla ég til hennar en núna með jólapakkana og líka til mömmu og pabba.
Ég sit bara hér og fylgist með barnaefninu í sjónvarpinu og bíð eftir að geta slökkt undir hangikjötinu áður en ég legg af stað.
Þar til á morgun, Þrúður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jólakveðja frá mér til þín :O)
11.12.2007 | 15:33
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hrakfallabálkur.....!!
11.12.2007 | 14:33
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vegabréf....
29.11.2007 | 12:23
Jæja þar sem við litla fjölskyldan erum að hugsa um utanlandsferð á næsta ári þá fórum við að kanna hvort ekki allir passar væru í góðu standi og svona og komumst að því að Helgu vantaði nýjan passa, þannig að við mæðgur fengum okkur bíltúr í morgun og sóttum um nýtt vegabréf fyrir dömuna....borgar sig að vera tímanlega í þessu sko hehehe
Meira seinna, Þrúður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það fer að koma að því .....
28.11.2007 | 12:55
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kærleikur..........
16.11.2007 | 13:06
Fann þetta á síðunni www.brudkaup.is því ég var að leita hvað 20 ára brúðkaupsafmæli er og fann út að það er postulínsbrúðkaup, skelli inn hér fyrir neðan þessum áralista, gaman að hafa hann til hliðsjónar.
En ég og Gunni eigum s.s. 20 ára brúðkaupsafmæli 4.júní 2008 og er stefnan hjá okkur að vera einhversstaðar í útlöndum, nánar tiltekið sólarlöndum og er stefnan tekin á Tenerife.
Já ég veit það er ótrúlegt að það skulu vera nærri liðin 20 ár síðan við staðfestum sambúð okkar og létum skíra dóttur okkar á sama degi eða 4.júní 1988.
Bestu vinir mínír eiga líka 20 ára brúðkaupsafmæli á næsta ári og auðvitað væri meiriháttar að fara eitthvað með þeim thíhí en það verður kannski á 25 ára afmælinu
Kærleikurinn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Rugluð....
11.11.2007 | 11:25
Jæja ég er nú orðin svo rugluð að ég varla veit hvað ég heiti........Málið er að við fjölskyldan erum að hugsa um að fara sólarlandaferð næsta sumar og ég bara veit ekkert hvert við ættum að fara. Mig langar að fara til Rhodos þar sem ég var fyrir rúmum 20 árum en er bara svo hrædd við að verða fyrir vonbrigðum því það var svo gaman þá. Þannig að ég geri varla annað þessa dagana en að liggja yfir netinu að skoða aðra möguleika, það er t.d. Tenerife, Lanzarote, Mallorca, Costa de Sol, held að þetta sé svona það sem við erum að skoða. Þannig ....................garg hehe
Allar tillögur eru vel þegnar sko
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýr bíll.... :)
6.11.2007 | 20:56
Jæja það var verið að heimta blogg hehe...........Galloper er látinn eða svona næstum því , þegar búið var að skipta um túrbínuna og Galli fékk að ganga í soldinn tíma þá fór hann að gefa frá undarleg hljóð og hann var hlustaður með alls konar rörum og pípum .... og kom í ljós að vélin er að gefa sig. Þeir segja að það sé hægt að gera við hana og þannig en við ákváðum að vera ekkert að standa í því heldur fengum okkur bara nýjan bíl.
Fengum okkur Nissan X-Trail 2002 árg. sjálfskiptan og ekkert smá flottur, hann er svona ljósgrár með ljósu leðuráklæði, ég hef aldrei átt svona flottan bíl, nema kannski þegar við keyptum löduna nýja úr kassanum 1988 hehe.
Þannig að ef þið vitið um einhvern laghentan sem vill kaupa Galla þá bara látið þið mig vita
Núna eru bara allir í útlöndum, Unnur og tengdamamma nýkomnar frá London og fengu algjört kaupæði skilst mér .... bara gott hjá þeim
Og svo eru mamma, Bergdís sys og tengdamamma hennar úti í Minneapolis alveg að missa sig hehehe bara ennþá betra ég hefði svosem alveg viljað vera með þeim .. en það kemur kannski að því seinna.
Læt þetta duga núna...ástarkveðjur, Þrúður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)