Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Kreppuvísa :)

Ég fékk senda vísu til mín frá samstarfsfélaga sem er bara soldið góð, og hún er svona.

Hugarvíl og harmur dvín,

er horfi ég á frúna.

Hún er eina eignin min,

sem ekki rýrnar núna.

Þetta er soldið í takt við allt sem er að gerast núna í þjóðfélaginu .


Verðbréfadrengurinn....


Börnin mín ....

Ég á falleg börn og ég elska börnin mín meira en allt og undanfarna viku höfum við fylgst með málefnum líðandi stundar s.s. því sem er að gerast í þjóðfélaginu og þau hafa sínar skoðanir á þeim málum.

Ég held að það sé nauðsynlegt að láta börnin fylgjast með þessu (mín eru reyndar frekar stálpuð) efast nú samt að alveg yngsta kynslóðin viti um hvað málið snýst.

Helga og Bogi á Tenerife 2008

Ég tel að það sé skylda mín sem foreldri að hlúa vel að börnunum mínum og upplýsa þau um

málefni þjóðarinnar sem jú skipta okkur öll svo miklu máli.

Faðmlag til ykkar allra og munið að elska hvert annað,

ég elska ykkur og ég elska Ísland Heart

 

ps. Má vera að ykkur finnist ég væmin en það verður bara að hafa það,

þið eigið það bara við ykkur sjálf Wink


Lengri helgar..

Mér líst vel á þessa tillögu Smile 

Þá verður hægt að taka lengri helgarfrí svona einstaka sinnum á ári... eruði ekki sammála ?


mbl.is Lagt til að frídagar verði fluttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Textinn fyrir þá sem skulda í dag....

Ég fékk þennan texta í pósti.....

Skuldugur  ( Söknuður – villi vill )

 

Mér finnst ég varla heill né hálfur maður

Og heldur blankur, því er verr

Ef væri aur hjá mér, væri ég glaður

Betur settur en ég er

 

Eitt sinn verða allir menn að borga

Eftir bjartan daginn kemur nótt.

Ég harma það, en samt verð ég að segja,

að lánið fellur allt of fljótt.

 

Við gátum spreðað, gengið um,

gleymt okkur í búðunum.

Engin svör eru við stjórnarráð

Gengið saman hönd í hönd,

Saman flogið niður á strönd.

Fundið stað, sameinað beggja lán.

 

Horfið er nú hlutabréf og lánsfé

Í veski mínu hefur eymdin völd

Í dag ræður bara sultarólin

Nú einn ég sit um skuldavönd

 

Eitt sinn verða allir menn að borga

Eftir bjartan daginn kemur nótt.

Ég harma það, en samt verð ég að segja,

að lánið fellur allt of fljótt.

 

Ég horfi yfir bankann minn

Hugsi hvort hann hleypi mér inn

Ég alltaf gat treyst á þig

Í að fjármagna mig

Ég reyndar skulda allstaðar

Þá napurt er, það næðir hér

og nístir mig.

 


Þetta sagði Völva Vikunnar um síðustu áramót !

Þetta sagði völva Vikunnar m.a. um síðustu áramót:
volvan_692558„Fjármálakreppa er fram undan á Íslandi, eins og við höfum séð undanfarið, og blaðran er að springa. Það verður hrun á peningamarkaði og það syrtir í álinn hjá fólki aðeins meir en nú er. Við þurfum að ná botninum til að ná jafnvægi aftur. Það verður hrun hjá sumum og nýtt upphaf hjá öðrum ...
... Mikið tap verður hjá stóru fjármálafyrirtækjunum og ýmsar sviptingar og neikvæðar breytingar hjá bönkunum líka. Það á eftir að næða eitthvað um Seðlabankann, ég sé stríð í kringum Davíð og fjármálamenn, mér finnst líka hluti ríkisstjórnar blandast í það.“

Hvað gerist núna, allir bankarnir komnir undir hæl FME...


QUOTE

An American said: "We have George Bush, Stevie Wonder, Bob Hope and Johnny Cash."
And an Icelander replied: "We have Geir Haarde, no Wonder, no Hope and no Cash."


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband