Home sweet home !!

Jæja þá erum við komin heim, loksins, hehe .... en við s.s. lentum rúmlega kl. 13 að íslenskum tíma eftir rúmlega 5 tíma flug frá Tenerife, frekar þreytt öll sömul og frúin með þvílíkan bjúg að það hálfa væri nóg.

Það gerðist reyndar leiðindaatvik á flugstöðinni úti þegar hópurinn var að tékka sig inn, einn farþeginn fékk hjartaáfall en fékk aðstoð strax sem betur fór og ég vona bara að honum heilsist vel en það var farið með hann á spítala úti þannig að þau hjónin komust ekki með vélinni í morgun.

Við komumst síðan í gegnum tollinn fyrir rest hér heima og beið okkar hið yndislegasta íslenska veður og önduðum við því vel að okkur hehehe

Ég reyni síðan að setja myndir inn seinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin heim essgurnar....ég kannast sko við svona hjúts bjúg, ég var með enga smá fílafætur bæði allan tíman sem ég var á Krít og ég hélt að skinnið myndi bresta þegar ég loksins kom heim...samt drakk ég mikið af vatni úti og allt...næst hef ég með mér bjúgtöflur það er á tæru!!! En knús og kveðjur að norðan. ;-)

Linda (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 19:43

2 identicon

hey skvís - takk fyrir síðast... hvar eru Tene myndirnar??? og já ég fékk sko líka bjúg á leiðinni heim! hringirnir allir voru fastir á höndunum á mér! hahahha

 heyrumst  og ég bið að heilsa familíunni...

Anna SÉ (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband