Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Árshátíð á morgun....

Jæja á morgun er hin langþráða árshátíð Kaupþings og mín bara keypti sér flottan kjól og skó og ætlar sko aldeilis að vera fín, fer svo í blástur í fyrramálið.  En ég segi ykkur nánar frá þessu seinna.

Helga mín fór í hálskirtlatöku á fimmtudaginn fyrir viku síðan og kominn tími til því kirtlarnir voru orðnir mjög stórir og ljótir og náðu langt niður í háls, þannig að hún er búin að vera heima frá vinnu til að jafna sig og er öll að koma til, farin að geta borðað alminnilega.

Við mæðgurnar erum alveg búnar að halda okkur frá gosi og nammi og erum bara hressar á því.  Gunni fór til læknis í vikunni til að fá læknisvottorð til að endurnýja skotvopnaleyfið og þá kom í ljós að kallinn er aðeins farinn að sjá illa með öðru auganu en samt ekki það illa að hann fékk vottorðið.  Síðan er hann að fara í sneiðmyndatöku með hnéð því hann er búinn að vera drepast í því öðru hvoru eftir að hann fékk 6hjól yfir sig.  Og ekki nóg með það þá er hann búinn að vera með naflaslit í þó nokkurn tíma og ákvað nú að spyrja doktorinn aðeins út í það að láta laga það eða hvort þetta væri bara í lagi, en þar sem doktorinn veit að Gunni fer mikið á fjöll og svona þá sagði hann við Gunna...."jú jú þetta er svo sem í lagi en ef eitthvað gerist (einhverjir þarmar eða e-h þarna í naflanum slitni t.d.) þá gæti það verið um líf og dauða að ræða að komast á spítala, en ég get bent þér á lækni sem getur lagað þetta" ..... þá sagði Gunni .... " já já einmitt það ...heyrðu hvað er nafnið á þessum lækni"   sem sagt þá er Gunni líka að fara til læknis til að athuga með þetta naflaslit.

Bogi er bara að standa sig í handboltanum (æfir og spilar með 4.fl.) og þjálfari 3.fl. biður hann oft um að koma og æfa og spila með þeim.  Svo fara nú samræmdu prófin að dynja á honum þannig að drengurinn verður að fara að hysja upp sig og læra alminnilega...úffffff ég er stressuð mamma hehehe

Svo styttist áfram í ferðina okkar til Tenerife og ég bókstaflega er komin þangað hehehe allavega í huganum, er mikið á netinu að skoða hitt og þetta og googla hitt og þetta varðandi Tenerife, en ég veit að ég get leitað í upplýsingabanka um Tenerife hjá Hrafnhildi vinkonu og svo er Kristín í bankanum nýkomin heim frá Tenerife.

Jæja ég hef ekki bloggað svona mikið í langan langan tíma þannig að ég læt þetta duga núna.  Og segi bara skál ... á morgun sko hehehe

kveðja Þrúður


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband