Bilaður bíll piff :(

Hvað er málið með þennan blessaða bíl okkar ..... jæja hann bilaði fyrir um mánuði síðan, bara hreinlega dó greyið, en það kom í ljós að alternatorinn var ónýtur og var skipt um og fengum við s.s. annan en notaðan.  Allt í lagi með það, svo í þar síðustu viku þá var rafmagnið eitthvað að stríða okkur, ljósin voru að detta út og koma ljós í mælaborðið sem áttu ekki að birtast, eins og handbremsuljósið ofl.

Svo núna á föstudaginn síðasta þá sótti Gunni mig í vinnuna og stoppuðum við á Select við Vesturlandsveg til að taka olíu og hvað gerðist.....bíllinn fór ekki í gang, sagði bara nei, hingað og ekki lengra hmmm nú voru góð ráð dýr .... úrhellisdemba og Gunni þurfti að ýta bílnum frá bensíndælunni og nú sátum við bara í bílnum og gátum ekkert annað gert .... hringdum í Óla og hann kom og kippti í bílinn og við náðum að setja hann í gang.  Síðan í gærkvöldi þá fórum við með bílinn á verkstæði og þá var að málið að alternatorinn sem við fengum fyrir um mánuði síðan var eitthvað gallaður og var skipt um hann aftur í dag.... við voða kát með það og þurftum ekkert að borga fyrir það þannig að við létum skipta um dempara í leiðinni.

Jú jú svo náðum við í bílinn áðan og Gunni fór aftur að vinna og ég keyri bílinn heim, nema þegar ég varla komin út á Vesturlandsveg þá heyrist eitthvað skringilegt væl, svei mér þá ég hélt að það væri bara köttur fastur í húddinu eða eitthvað og krafturinn virtist allur úr bílnum .... hvað nú ?  nú ég sneri við og fór aftur á verkstæðið og þá halda þeir að túrbínan sé kannski að fara ..... jú jú ég skildi bílinn aftur eftir og við sjáum til á morgun hver greiningin verður....

Ég þarf s.s. að vakna fyrir allar aldir í fyrramálið og taka strætó, það er svo sem allt í lagi en ég er bara ekki að skilja hvað hægt er að vera svona óheppin með bíl á einum mánuði...

iss piss og piff

nóg í bili bæbæ Þrúður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband