Stolt móðir.....:)

Jæja þá er kominn tími á smá bloggfærslu frá mér,

Það er svo sem ekki mikið búið að gerast, er bara að vinna alla daga og svo kem ég heim og hef til mat og skelli kannski í þvottavél og svo sest ég bara niður og horfi á sjónvarpið, en mér líður bara vel að vera heimavið, er svo heimakær hehe

Síðustu helgi þá var hún Hildur Dís hjá okkur á laugardeginum og skemmtun við okkur konunglega, löbbuðum upp í sjoppu og fengum okkur ís og nutum þess að hafa hana hjá okkur í næstum heilan dag, hún er svo mikil dúlla, söng fyrir okkur heilan helling af lögum og dansaði af hjartans lyst :)

Í dag fór ég, Helga og Bogi í afmælisveislu til Unnar, hún var að halda uppá 2ja ára afmælið hennar Örnu Rutar og eins og alltaf þá eru kökurnar hennar Unnar æðislega góðar úff og hvað maður getur alltaf borðað mikið af heita brauðinu hennar.

Jæja eftir afmælisveisluna þá fórum við uppí íþróttahúsið að Varmá til að sækja Gunna því hann var á klukkunni í bikarleiknum þar sem Afturelding B sigraði úrvalslið ÍBV, nema við komum rétt áður en flautað var til leiksloka og var mikil gleði, hittum við Margréti dóttur Hrafnhildar vinkonu og sagði hún okkur að Bogi hefði fengið bikar fyrir mestu framfarirnar í 4 flokki í handbolta .... og við vorum ekki á staðnum .... hvað var það ???? Við komumst að því að þjálfarinn átti að láta Boga vita nema hann gerði það ekki !!!!  Við vorum nú frekar fúl því auðvitað hefðum við viljað vera þarna og þá sérstaklega Bogi til að taka við þessu, en hann fékk nú samt bikarinn sinn og er hann kominn uppí hillu í glerskápnum við hliðina á hinum bikarnum sem hann fékk 2003 fyrir að vera efnilegastur í frjálsum.

Svo fórum við bara heim og Helga fór að hafa sig, hún var að fara í matarboð til vinkonu sinnar og síðan á eitthvað FH ball í Hafnarfirði og Gunni fór að hafa sig til í afmæli til frænda síns sem er haldið á Viktor, þannig að ég og Bogi erum bara hér heima að hafa það náðugt.

Læt þetta duga í bili.

Þrúður out.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Sigurhansdóttir

Hæ hæ!  Gaman að sjá nýtt blogg! Það er sko ekkert að því að vera heimakær... ég er svoleiðis líka :) Að vísu er ég búin að koma mér í alls konar vitleysu þessa dagana og er lítið heima hehe. Til hamingju með guttann þinn, Margrét var búin að segja mér frá þessu og var mjög stolt af honum líka.. fyrir þína hönd :)

Mig langar líka að þakka þér fyrir kommentið á mína síðu. Þú ert líka besta vinkona mín og mér þykir afskaplega vænt um þig og fjölskylduna þína. Þurfum bara endilega að hittast oftar... þó ekki væri nema í klukkutíma í senn yfir kaffibolla :)

Knús og kram...

Hrafnhildur Sigurhansdóttir, 8.10.2007 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband