Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
Leiðist..
28.8.2007 | 10:10
Jæja ég var víst búin að lofa sjálfri mér og öðrum að reyna að vera duglegri að blogga hér :)
Það hefur svo sem ekkert markvert gerst síðan síðast, nema ég er í 2ja vikna fríi núna og mér eiginlega bara leiðist. Ætti auðvitað að vera dugleg húsmóðir og þrífa og þvo þvotta en ég einhvernveginn nenni ekki að hafa mig í það hehe.
Mér finnst sumarið eiginlega einhvernveginn hafa farið fyrir bý, fórum ekki mikið, ekki eins og mig langaði, vorum ekki eins mikið með vinum okkar, eins og mig langaði.
Drengurinn byrjaður í skólanum, þetta er síðasta árið hans í grunnskóla og ég er ekki alveg að ná því held ég. Tíminn líður alveg ótrúlega hratt, börnin orðin fullorðin áður en maður veit af.
Þetta er nú kannski ekki mikið blogg hjá mér, aðallega eitthvað tuð bara. Sit bara við eldhúsborðið og horfi ýmist út um gluggann á fólkið sem gengur framhjá eða alla flutningabílana koma með vörur í Bónus, það situr jú fugl á svölunum hjá mér og flautar voða sætt.
En þetta verður að duga núna, ég ætla á eftir að skreppa í bankann og heilsa uppá gamla liðið þar, þar eru breytingar í gangi, Þórdís stýra að fara á Selfoss og Raggi að taka við hennar starfi í Mosanum og Marta að verða þjónustustjóri....ég óska þeim öllum til hamingju með nýju störfin...
Over and out
Þrúður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15 ára ..........
25.8.2007 | 12:17
Já í gær átti litla barnið mitt afmæli, hann er orðinn 15 ára....
ýmindið ykkur ... mér finnst bara að hann hafi fæðst í gær... eða svona næstum því hehehe
En ég og Helga fórum með hann í Kringluna á fimmtudaginn og keyptum á hann flottar gallabuxur sem hann fékk auðvitað að velja sér sjálfur, Jack&Jones varð fyrir valinu og svo gat hann auðvitað ekki gert upp á milli tveggja buxna þannig að hann ákvað að kaupa bara aðrar sjálfur.
Svo í gær á afmælisdaginn sjálfan þá buðum við honum út að borða á Pizza Hut og fórum öll fjölskyldan og var bara virkilega gaman hjá okkur.
Helga er að vinna í dag á Serrano og strákarnir mínir liggja yfir einhverjum fótbolta í tv þannig að ég ákvað að prófa að skella inn nokkrum línum hérna.
læt þetta duga í bili og auðvitað reyni ég að verða duglegri að blogga thíhíhí
luvja gæs
Þrúður
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)