Nýr bíll.... :)
6.11.2007 | 20:56
Jæja það var verið að heimta blogg hehe...........Galloper er látinn eða svona næstum því , þegar búið var að skipta um túrbínuna og Galli fékk að ganga í soldinn tíma þá fór hann að gefa frá undarleg hljóð og hann var hlustaður með alls konar rörum og pípum .... og kom í ljós að vélin er að gefa sig. Þeir segja að það sé hægt að gera við hana og þannig en við ákváðum að vera ekkert að standa í því heldur fengum okkur bara nýjan bíl.
Fengum okkur Nissan X-Trail 2002 árg. sjálfskiptan og ekkert smá flottur, hann er svona ljósgrár með ljósu leðuráklæði, ég hef aldrei átt svona flottan bíl, nema kannski þegar við keyptum löduna nýja úr kassanum 1988 hehe.
Þannig að ef þið vitið um einhvern laghentan sem vill kaupa Galla þá bara látið þið mig vita
Núna eru bara allir í útlöndum, Unnur og tengdamamma nýkomnar frá London og fengu algjört kaupæði skilst mér .... bara gott hjá þeim
Og svo eru mamma, Bergdís sys og tengdamamma hennar úti í Minneapolis alveg að missa sig hehehe bara ennþá betra ég hefði svosem alveg viljað vera með þeim .. en það kemur kannski að því seinna.
Læt þetta duga núna...ástarkveðjur, Þrúður
Athugasemdir
Til hamingju aftur :) Mér finnst þetta líka geggjað flottur bíll sem þið fenguð ykkur. Hey, útlönd... það fer alveg að koma tími á konuferð til útlanda... sé okkur alveg fyrir mér í einhverri geggjaðri borg... nokkrar vinkonur saman ;)
Hrafnhildur Sigurhansdóttir, 7.11.2007 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.