Leiðist..
28.8.2007 | 10:10
Jæja ég var víst búin að lofa sjálfri mér og öðrum að reyna að vera duglegri að blogga hér :)
Það hefur svo sem ekkert markvert gerst síðan síðast, nema ég er í 2ja vikna fríi núna og mér eiginlega bara leiðist. Ætti auðvitað að vera dugleg húsmóðir og þrífa og þvo þvotta en ég einhvernveginn nenni ekki að hafa mig í það hehe.
Mér finnst sumarið eiginlega einhvernveginn hafa farið fyrir bý, fórum ekki mikið, ekki eins og mig langaði, vorum ekki eins mikið með vinum okkar, eins og mig langaði.
Drengurinn byrjaður í skólanum, þetta er síðasta árið hans í grunnskóla og ég er ekki alveg að ná því held ég. Tíminn líður alveg ótrúlega hratt, börnin orðin fullorðin áður en maður veit af.
Þetta er nú kannski ekki mikið blogg hjá mér, aðallega eitthvað tuð bara. Sit bara við eldhúsborðið og horfi ýmist út um gluggann á fólkið sem gengur framhjá eða alla flutningabílana koma með vörur í Bónus, það situr jú fugl á svölunum hjá mér og flautar voða sætt.
En þetta verður að duga núna, ég ætla á eftir að skreppa í bankann og heilsa uppá gamla liðið þar, þar eru breytingar í gangi, Þórdís stýra að fara á Selfoss og Raggi að taka við hennar starfi í Mosanum og Marta að verða þjónustustjóri....ég óska þeim öllum til hamingju með nýju störfin...
Over and out
Þrúður.
Athugasemdir
Hæ vinkona... ekki er gott að þér leiðist. Ég væri búin að koma til þín í hádeginu þessa vikuna en það er bara crazy að gera hjá mér. Það verður örugglega tækifæri til þess í næstu viku... þá siturðu uppi með mig :)
Seeja gal...
Habbidú babbidú
Hrafnhildur Sigurhansdóttir, 28.8.2007 kl. 19:35
Sæl mín kæra... hef ekki getað komið eins oft til þín og ég vildi... en langar að sjá meira frá þér hér.
LU Hrafnhildur
Hrafnhildur Sigurhansdóttir, 6.9.2007 kl. 08:58
Sæl vinkona...takk fyrir innlitið á mína síðu. Ég varð nú að fara að kíkja á þína til að borga fyrir mig...svo notalegt að vita að þú kíkir til mín öðru hvoru...
Þú ert nú meiri vinnualkinn að láta þér leiðast í sumarfríinu...iss...En við verðum að fara að hittast einhvern tímann, skjótast á kaffihús eða eitthvað...verðum í bandi hon...bið að heilsa genginu og já...til lukku með afmælið guttans, litlu börnin okkar að verða fullorðin úffpúff. ;)
Linda (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.