Meira af bílnum...
26.10.2007 | 09:24
Jæja bíllinn er búinn að vera á verkstæðinu í næstum 2 vikur eða eitthvað en það var ákveðið að það borgaði sig að skipta um túrbínu þannig að við keyptum þessa einu notuðu túrbínu sem fannst á landinu og hún var á Akureyri
Og núna erum við að vonast til þess að við fáum bílinn í dag
Helga mín er að fara að byrja að vinna í nýju sundlauginni/íþróttahúsinu og líst henni bara vel á það og á að byrja á þriðjudaginn, vona bara að þessi vinna gangi betur hjá henni heldur en hinar
Well læt þetta duga í bili ... bæjó Þrúður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
framhald.........tímabundin lausn....
16.10.2007 | 15:17
Jæja ......... þá er það komið í ljós að við þurfum að skipta um túrbínu í bílnum ....... AAARRRGGGGHHHHH
Getum sennilega fengið slíka á AK .... en það á eftir að koma í ljós á morgun vonandi.
17.10.07
Jæja Gunni var að hringja í mig og segja að það væri hægt að aftengja túrbínuna, bíllinn yrði að vísu aðeins kraftminni í brekkum og þannig en það er allavega tímabundin lausn þar til við getum fengið túrbínu sem mergsígur ekki veskið hehe
bæ í bili ... Þrúður
Bloggar | Breytt 17.10.2007 kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bilaður bíll piff :(
15.10.2007 | 17:32
Hvað er málið með þennan blessaða bíl okkar ..... jæja hann bilaði fyrir um mánuði síðan, bara hreinlega dó greyið, en það kom í ljós að alternatorinn var ónýtur og var skipt um og fengum við s.s. annan en notaðan. Allt í lagi með það, svo í þar síðustu viku þá var rafmagnið eitthvað að stríða okkur, ljósin voru að detta út og koma ljós í mælaborðið sem áttu ekki að birtast, eins og handbremsuljósið ofl.
Svo núna á föstudaginn síðasta þá sótti Gunni mig í vinnuna og stoppuðum við á Select við Vesturlandsveg til að taka olíu og hvað gerðist.....bíllinn fór ekki í gang, sagði bara nei, hingað og ekki lengra hmmm nú voru góð ráð dýr .... úrhellisdemba og Gunni þurfti að ýta bílnum frá bensíndælunni og nú sátum við bara í bílnum og gátum ekkert annað gert .... hringdum í Óla og hann kom og kippti í bílinn og við náðum að setja hann í gang. Síðan í gærkvöldi þá fórum við með bílinn á verkstæði og þá var að málið að alternatorinn sem við fengum fyrir um mánuði síðan var eitthvað gallaður og var skipt um hann aftur í dag.... við voða kát með það og þurftum ekkert að borga fyrir það þannig að við létum skipta um dempara í leiðinni.
Jú jú svo náðum við í bílinn áðan og Gunni fór aftur að vinna og ég keyri bílinn heim, nema þegar ég varla komin út á Vesturlandsveg þá heyrist eitthvað skringilegt væl, svei mér þá ég hélt að það væri bara köttur fastur í húddinu eða eitthvað og krafturinn virtist allur úr bílnum .... hvað nú ? nú ég sneri við og fór aftur á verkstæðið og þá halda þeir að túrbínan sé kannski að fara ..... jú jú ég skildi bílinn aftur eftir og við sjáum til á morgun hver greiningin verður....
Ég þarf s.s. að vakna fyrir allar aldir í fyrramálið og taka strætó, það er svo sem allt í lagi en ég er bara ekki að skilja hvað hægt er að vera svona óheppin með bíl á einum mánuði...
iss piss og piff
nóg í bili bæbæ Þrúður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stolt móðir.....:)
6.10.2007 | 21:21
Jæja þá er kominn tími á smá bloggfærslu frá mér,
Það er svo sem ekki mikið búið að gerast, er bara að vinna alla daga og svo kem ég heim og hef til mat og skelli kannski í þvottavél og svo sest ég bara niður og horfi á sjónvarpið, en mér líður bara vel að vera heimavið, er svo heimakær hehe
Síðustu helgi þá var hún Hildur Dís hjá okkur á laugardeginum og skemmtun við okkur konunglega, löbbuðum upp í sjoppu og fengum okkur ís og nutum þess að hafa hana hjá okkur í næstum heilan dag, hún er svo mikil dúlla, söng fyrir okkur heilan helling af lögum og dansaði af hjartans lyst :)
Í dag fór ég, Helga og Bogi í afmælisveislu til Unnar, hún var að halda uppá 2ja ára afmælið hennar Örnu Rutar og eins og alltaf þá eru kökurnar hennar Unnar æðislega góðar úff og hvað maður getur alltaf borðað mikið af heita brauðinu hennar.
Jæja eftir afmælisveisluna þá fórum við uppí íþróttahúsið að Varmá til að sækja Gunna því hann var á klukkunni í bikarleiknum þar sem Afturelding B sigraði úrvalslið ÍBV, nema við komum rétt áður en flautað var til leiksloka og var mikil gleði, hittum við Margréti dóttur Hrafnhildar vinkonu og sagði hún okkur að Bogi hefði fengið bikar fyrir mestu framfarirnar í 4 flokki í handbolta .... og við vorum ekki á staðnum .... hvað var það ???? Við komumst að því að þjálfarinn átti að láta Boga vita nema hann gerði það ekki !!!! Við vorum nú frekar fúl því auðvitað hefðum við viljað vera þarna og þá sérstaklega Bogi til að taka við þessu, en hann fékk nú samt bikarinn sinn og er hann kominn uppí hillu í glerskápnum við hliðina á hinum bikarnum sem hann fékk 2003 fyrir að vera efnilegastur í frjálsum.
Svo fórum við bara heim og Helga fór að hafa sig, hún var að fara í matarboð til vinkonu sinnar og síðan á eitthvað FH ball í Hafnarfirði og Gunni fór að hafa sig til í afmæli til frænda síns sem er haldið á Viktor, þannig að ég og Bogi erum bara hér heima að hafa það náðugt.
Læt þetta duga í bili.
Þrúður out.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Leiðist..
28.8.2007 | 10:10
Jæja ég var víst búin að lofa sjálfri mér og öðrum að reyna að vera duglegri að blogga hér :)
Það hefur svo sem ekkert markvert gerst síðan síðast, nema ég er í 2ja vikna fríi núna og mér eiginlega bara leiðist. Ætti auðvitað að vera dugleg húsmóðir og þrífa og þvo þvotta en ég einhvernveginn nenni ekki að hafa mig í það hehe.
Mér finnst sumarið eiginlega einhvernveginn hafa farið fyrir bý, fórum ekki mikið, ekki eins og mig langaði, vorum ekki eins mikið með vinum okkar, eins og mig langaði.
Drengurinn byrjaður í skólanum, þetta er síðasta árið hans í grunnskóla og ég er ekki alveg að ná því held ég. Tíminn líður alveg ótrúlega hratt, börnin orðin fullorðin áður en maður veit af.
Þetta er nú kannski ekki mikið blogg hjá mér, aðallega eitthvað tuð bara. Sit bara við eldhúsborðið og horfi ýmist út um gluggann á fólkið sem gengur framhjá eða alla flutningabílana koma með vörur í Bónus, það situr jú fugl á svölunum hjá mér og flautar voða sætt.
En þetta verður að duga núna, ég ætla á eftir að skreppa í bankann og heilsa uppá gamla liðið þar, þar eru breytingar í gangi, Þórdís stýra að fara á Selfoss og Raggi að taka við hennar starfi í Mosanum og Marta að verða þjónustustjóri....ég óska þeim öllum til hamingju með nýju störfin...
Over and out
Þrúður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15 ára ..........
25.8.2007 | 12:17
Já í gær átti litla barnið mitt afmæli, hann er orðinn 15 ára....
ýmindið ykkur ... mér finnst bara að hann hafi fæðst í gær... eða svona næstum því hehehe
En ég og Helga fórum með hann í Kringluna á fimmtudaginn og keyptum á hann flottar gallabuxur sem hann fékk auðvitað að velja sér sjálfur, Jack&Jones varð fyrir valinu og svo gat hann auðvitað ekki gert upp á milli tveggja buxna þannig að hann ákvað að kaupa bara aðrar sjálfur.
Svo í gær á afmælisdaginn sjálfan þá buðum við honum út að borða á Pizza Hut og fórum öll fjölskyldan og var bara virkilega gaman hjá okkur.
Helga er að vinna í dag á Serrano og strákarnir mínir liggja yfir einhverjum fótbolta í tv þannig að ég ákvað að prófa að skella inn nokkrum línum hérna.
læt þetta duga í bili og auðvitað reyni ég að verða duglegri að blogga thíhíhí
luvja gæs
Þrúður
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)