Þorláksmessa ...

Ég vaknaði snemma og dreif mig fram og fór að sjóða hangikjötið sem við ætlum að borða það í kvöld með uppstúf, laufabrauði og öllu tilheyrandi.  Gunni fór að vinna í morgun en ungarnir eru steinsofandi. Ég er búin að öllu sem gera þarf fyrir jólin nema að þrífa baðið það verður þrifið í kvöld.

Undanfarin kvöld erum við búið að vera meira og minna að hjálpa sys og hennar fjölskyldu að gera húsið klárt svo þau geti flutt inn fyrir jól og það tókst þau sváfu fyrstu nóttina þar í nótt, á eftir ætla ég til hennar en núna með jólapakkana og líka til mömmu og pabba.

Ég sit bara hér og fylgist með barnaefninu í sjónvarpinu og bíð eftir að geta slökkt undir hangikjötinu áður en ég legg af stað.

Þar til á morgun, Þrúður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei sko...ertu með sama mat og ég á jólunum??..skemmtilegt, flestir hættir með hangikjötið á aðfangadagskvöld ja...nema ég og þú....gleðileg jól þó seint sé...sko í þessu commenti..knús

Linda (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 02:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband