Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Áramót...

 

Kæru ættingjar og vinir, nú líður að áramótum og vil ég óska ykkur

gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári

með þökk fyrir allar góðar stundir á árinu sem er að líða.

 

Áramótakveðja

Þrúður og Co.


Gleðileg Jól ....

Elsku ættingjar og vinir ég óska ykkur gleðilegra jóla.

Jólakveðja frá Þrúði


Þorláksmessa ...

Ég vaknaði snemma og dreif mig fram og fór að sjóða hangikjötið sem við ætlum að borða það í kvöld með uppstúf, laufabrauði og öllu tilheyrandi.  Gunni fór að vinna í morgun en ungarnir eru steinsofandi. Ég er búin að öllu sem gera þarf fyrir jólin nema að þrífa baðið það verður þrifið í kvöld.

Undanfarin kvöld erum við búið að vera meira og minna að hjálpa sys og hennar fjölskyldu að gera húsið klárt svo þau geti flutt inn fyrir jól og það tókst þau sváfu fyrstu nóttina þar í nótt, á eftir ætla ég til hennar en núna með jólapakkana og líka til mömmu og pabba.

Ég sit bara hér og fylgist með barnaefninu í sjónvarpinu og bíð eftir að geta slökkt undir hangikjötinu áður en ég legg af stað.

Þar til á morgun, Þrúður


Jólakveðja frá mér til þín :O)

Hér er smá jólakveðja frá mér  W00t

smella hér: http://www.elfyourself.com/?id=1192317186


Hrakfallabálkur.....!!

Hvað er málið með hana dóttur mínaWoundering .......hún er svoddan hrakfallabálkur að það hálfa væri nóg, ekki langt síðan við eyddum mörgum klukkutímum á slysó vegna hnefahöggs sem hún fékk og svo aftur í dag þá er pabbi hennar búinn að eyða hálfum degi með henni á slysó því hún flaug á andlitið í hálkunni í morgun, rotaðist, blóðnasir og heilahristingur.....getur einhver sagt mér hvaða óheillastjörnu hún fæddist undir, því það er ekki eitt heldur allt þegar hún á í hlut.  En ég elska hana útaf lífinu, hún er ljósið mitt InLove

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband