23 dagar.
11.5.2008 | 12:25
Jæja.. það er bara kominn heill mánuður síðan ég bloggaði síðast... vá hvað tíminn flýgur hratt og það sést best á því að núna eru bara 23 dagar þangað til við förum til Tenerife og við sem pöntuðum ferðina um jólin.. Það er að sjálfsögðu komin spenna í alla eða aðallega mig og dótluna hehe feðgarnir eru svona aðeins rólegri yfir þessu öllu saman. Ég er sú eina sem hef smá reynslu af svona sólarlandaferð frá því ég fór til Rhodos í Grikklandi 1985...... já einmitt það er orðið soldið langt síðan sko hehehe en kominn tími núna og getum við þá loksins notað sólarvörnina sem Gunni keypti áður en þeir feðgar fóru til Svíþjóðar í fyrra með handboltaliði Boga, konan í apótekinu sagði nefnilega að það væri alltaf svo mikil sól í Gautaborg að það margborgaði sig að vera með sólarvörn en híhí það rigndi sko allan tímann.
En þessi ferð á eftir að verða svona bæði hvíldar og skemmtiferð, við höfum jú aldrei farið öll saman til útlanda, þannig að það er kominn tími til. Vonandi á gengið eftir að lækka eitthvað áður en við förum því það er í sögulegu hámarki núna úffff.
Ég veit ekki hvort nokkur annar fylgist með þessu bloggi mínu nema kannski Hrafnhildur vinkona og kannski Linda vinkona, þannig að það væri gaman að fá kannski comment eða kvitt í gestabók ef það eru einhverjir aðrir sem kíkja.
Læt þetta duga í bili en ég lofa að skella inn allavega einu bloggi áður en við förum í loftið
koss og knús á ykkur, Þrúður
Athugasemdir
Hæ vinkona, ég er sko sammála þér að tíminn bókstaflega flýgur áfram. Ég samgleðst ykkur innilega að vera að fara svona öll fjölskyldan saman í sólarlandaferð, algjörlega nauðsynlegt. Ég væri sko alveg til í að vera að fara með ykkur ;)
Kossar og knús til baka ;) Hrafnhildur
Hrafnhildur Sigurhansdóttir, 11.5.2008 kl. 23:28
skohhh núna nenti ég þessu hahahahahahahahhahaha
Helga (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 16:09
Hæ skvís - þú gleymdir mér - kíki allaf á þig annað slagið - þar sem ekki er nú mikið um að vera á síðunni.....
En þetta verður ógisslega gaman hjá ykkur - að fara öll saman.
Hlakka til að heyra meira.....
Knús og koss til þín, Guðbjörg
Guðbjörg (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 16:59
unnur (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.