Rimlar hugans............
15.2.2008 | 13:16
Jæja þá er ég loksins búin að lesa þessa bók, ég get nú ekki sagt að þetta sé besta bók sem ég hef lesið og ekki heldur næstbesta.... hmmm ....... mér fannst alltaf verið að segja frá sömu hlutunum aftur og aftur og ég skil ekki afhverju rithöfundurinn þarf alltaf að vera að segja frá sjálfum sér þegar hann er að skrifa ástarsögu annarra, og mér fannst vanta einhvernveginn endi á þetta, hvernig Einar og Evu reiðir af í dag t.d. ....kannski bara ég, en allavega myndi ég ekki mæla með þessari lesningu við vini mína. Ég eiginlega las þessa bók bara til að segja að ég hafi lesið hana og klárað hana.
Mér fannst gaman að lesa um Einar og Evu og þeirra mál, samt of mikil endurtekning, en hafði engan áhuga á að vita hvað rithöfundurinn væri að gera, hann getur bara skrifað ævisögu seinna...
Bæ í bili, þarf að finna mér góða hasar/ástarsögu til að lesa næst, Þrúður
Athugasemdir
Hæ skvísupæ, ég er í svona lestrarfíling þessa dagana líka, endilega komdu með mér í Kolaportið og við getum keypt okkur hrikalega ódýrar bækur.
LU... Hrafnhildur
Hrafnhildur Sigurhansdóttir, 19.2.2008 kl. 19:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.