Börnin mín ....

Ég á falleg börn og ég elska börnin mín meira en allt og undanfarna viku höfum við fylgst með málefnum líðandi stundar s.s. því sem er að gerast í þjóðfélaginu og þau hafa sínar skoðanir á þeim málum.

Ég held að það sé nauðsynlegt að láta börnin fylgjast með þessu (mín eru reyndar frekar stálpuð) efast nú samt að alveg yngsta kynslóðin viti um hvað málið snýst.

Helga og Bogi á Tenerife 2008

Ég tel að það sé skylda mín sem foreldri að hlúa vel að börnunum mínum og upplýsa þau um

málefni þjóðarinnar sem jú skipta okkur öll svo miklu máli.

Faðmlag til ykkar allra og munið að elska hvert annað,

ég elska ykkur og ég elska Ísland Heart

 

ps. Má vera að ykkur finnist ég væmin en það verður bara að hafa það,

þið eigið það bara við ykkur sjálf Wink


Bloggfærslur 15. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband